„Hróður Vals fer víða“

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, lengst til hægri.
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, lengst til hægri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekkert vera til í þeim fréttum að Valur sé á höttunum eftir Ganamanninum Anthony Annan en fjölmiðlar í Gana greina frá því að hann kunni að vera á leið til Íslandsmeistaranna.

„Ef ég segi eins og er þá veit ég ekkert hver þessi leikmaður er. Hróður Vals fer víða en það er ekkert til í þessum fréttum. Við erum ekki að fá þennan leikmann,“ sagði Börkur í samtali við mbl.is.

Valsmenn hafa bætt töluvert í leikmannahóp sinn í vetur en þeir hafa fengið Orra Sigurð Ómarsson aftur frá Sarpsborg, Gary Martin frá Lillestrøm, Kaj Leó í Bartalstovu frá ÍBV, Birni Snæ Ingason frá Fjölni, Garðar Bergmann Gunnlaugsson frá ÍA, Emil Lyng frá Haládas og Lasse Petry frá Nordsjælland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert