Sara gagnrýnir Geir - hrósar Guðna

Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íþróttamaður ársins, Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu, lýsir opinberlega yfir stuðningi við Guðna Bergsson á Twitter í dag. 

Sara segir Guðna hafa sýnt kvennalandsliðinu mikinn stuðning í formannstíð sinni hjá KSÍ. Gagnrýnir hún Geir harkalega því hún segir hann hvorki hafa haft áhuga á kvennalandsliðinu né tíma fyrir það á árunum á undan. 

Dagný Brynjarsdóttir tísti á svipuðum nótum í gær og fremstu knattspyrnukonur landsins eru því að blanda sér í formannsslaginn hjá KSÍ. 

mbl.is