Óskar Örn tryggði KR-ingum sigur

Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark KR.
Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark KR. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

KR hafði betur gegn ÍBV í fyrsta leik Lengjubikars karla í fótbolta í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri, en leikið var í Egilshöll. 

KR-ingar, sem eru nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar, eru komnir með þrjú stig í 2. riðli, en ásamt KR og ÍBV leika Fylkir, Njarðvík, Víkingur Ó. og Þróttur R. einnig í riðlinum. 

Keflavík og Haukar mætast í eina leik keppninnar á morgun í 4. riðli. Valsmenn eru ríkjandi Lengjubikarmeistarar. 

mbl.is