Keflavík byrjar á sigri

Adam Árni Róbertsson kom Keflvíkingum yfir gegn Haukum í Lengjubikarnum …
Adam Árni Róbertsson kom Keflvíkingum yfir gegn Haukum í Lengjubikarnum í dag. mbl.is/Eggert

Adam Árni Róbertsson og Adam Ægir Pálsson tryggðu Keflavík 2:0-sigur gegn Haukum í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í dag. Adam Árni kom Keflavík yfir á 21. mínútu eftir sendingu Rúnars Þórs Sigurgeirssonar og staðan því 1:0 í hálfleik.

Adam Ægir tvöfaldaði forystu Keflvíkinga í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur því 2:0 í Reykjaneshöllinni. Þetta var fyrsti leikur liðanna í 4. riðli A-deildarinnar og Keflavík byrjar því Lengjubikarinn á sigri og er með þrjú stig en Haukar eru án stiga.

mbl.is