Sæmd gullmerkjum

Guðni Bergsson formaður, Vignir Már Þormóðsson, Guðrún Inga Sívertsen, Ingvar …
Guðni Bergsson formaður, Vignir Már Þormóðsson, Guðrún Inga Sívertsen, Ingvar Guðjónsson og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri. Ljósmynd/KSÍ

Bæði Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Íslands heiðruðu í gær þau sem létu af störfum sem stjórnarfólk í KSÍ á ársþingi sambandsins.

Guðrún Inga Sívertsen varaformaður og Vignir Már Þormóðsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í aðalstjórn KSÍ. Þau voru heiðruð af ÍSÍ á þinginu.

KSÍ heiðraði síðan þau bæði, sem og Ingvar Guðjónsson sem hefur setið í varastjórn KSÍ um árabil en gaf heldur ekki kost á sér áfram.

mbl.is