Ársþing KSÍ í myndum

Guðni Bergsson þakkar fyrir stuðninginn eftir sigurinn á Geir Þorsteinssyni …
Guðni Bergsson þakkar fyrir stuðninginn eftir sigurinn á Geir Þorsteinssyni í baráttunni um formannsstólinn. mbl.is/Hari

73. ársþing Knattspyrnusambands Íslands var haldið á Hótel Nordica Reykjavík á laugardaginn þar sem Guðni Bergsson var endurkjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára.

Mikil spenna var í kringum formannskjörið en Guðni vann yfirburðasigur gegn Geir Þorsteinssyni. Guðni hlaut 119 atkvæði en Geir 26.

Í aðalstjórn KSÍ voru fimm frambjóðendur í kjöri um fjögur sæti og urðu eftirfarandi í efstu fjórum sætunum:

• Borghildur Sigurðardóttir | Kópavogi

• Þorsteinn Gunnarsson | Mývatnssveit

• Magnús Gylfason | Hafnarfirði

• Ásgeir Ásgeirsson | Reykjavík

Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2020):

• Gísli Gíslason | Akranesi

• Ingi Sigurðsson | Vestmannaeyjum

• Ragnhildur Skúladóttir | Reykjavík

• Valgeir Sigurðsson | Garðabæ

Þá tekur Haraldur Haraldsson formaður Íslensks Toppfótbolta, ÍTF, sæti í stjórn en samþykkt var á þinginu að formaður félagsins ætti fast sæti í stjórn KSÍ.

Haraldur Jónasson ljósmyndari Morgunblaðsins var á ársþinginu og hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem hann tók.

Guðrún Inga Sívertsen, fyrrverandi varaformaður KSÍ, í ræðustól.
Guðrún Inga Sívertsen, fyrrverandi varaformaður KSÍ, í ræðustól. mbl.is/Hari
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, messar yfir þingfulltrúum.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, messar yfir þingfulltrúum. mbl.is/Hari
Guðni Bergsson formaður KSÍ ásamt heiðursformönnunum Eggerti Magnússyni og Geir …
Guðni Bergsson formaður KSÍ ásamt heiðursformönnunum Eggerti Magnússyni og Geir Þorsteinssyni. mbl.is//Hari
Eggert Magnússon og Geir Þorsteinsson í faðmlögum.
Eggert Magnússon og Geir Þorsteinsson í faðmlögum. mbl.is/Hari
Albert Eymundsson, Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon.
Albert Eymundsson, Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon. mbl.is/Hari
Geir Þorsteinsson tapaði illa fyrir Guðna Bergssyni í kjörinu um …
Geir Þorsteinsson tapaði illa fyrir Guðna Bergssyni í kjörinu um formannsembættið hjá KSÍ. mbl.is//Hari
Hluti af þingfulltrúum að greiða atkvæði.
Hluti af þingfulltrúum að greiða atkvæði. mbl.is/Hari
Guðni Bergsson formaður KSÍ í ræðustól.
Guðni Bergsson formaður KSÍ í ræðustól. mbl.is//Hari
Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ.
Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ. mbl.is/Hari
Atkvæði greidd í formannskosningunni.
Atkvæði greidd í formannskosningunni. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert