Blikar sömdu við þann leikjahæsta

Andri Rafn Yeoman á ferðinni í leik gegn FH síðasta ...
Andri Rafn Yeoman á ferðinni í leik gegn FH síðasta sumar. mbl.is/Ómar

Andri Rafn Yeoman, miðjumaður Breiðabliks í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við félagið.

Andri Rafn, sem er 27 ára gamall, er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi en hann náði þeim titli aðeins 24 ára gamall, þegar hann spilaði sinn 144. deildarleik. Hann hefur nú leikið 191 leik í efstu deild og alls 302 mótsleiki fyrir Breiðablik að því er fram kemur á heimasíðu félagsins.

Á heimasíðu Blika kemur einnig fram að Andri Rafn sé kominn á gott skrið að nýju eftir meiðsli.

mbl.is