Bjarni Ólafur líklega hættur

Bjarni Ólafur Eiríksson virðist vera ákveðinn í því að leggja ...
Bjarni Ólafur Eiríksson virðist vera ákveðinn í því að leggja skóna á hilluna. mbl.is/Eggert

Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, segir líklegt að hann sé hættur knattspyrnuiðkun en þetta kom fram í viðtali við Bjarna í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir,“ sagði Bjarni Ólafur í útvarpsþættinum í dag.

„Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta. Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum,“ sagði Bjarni enn fremur í útvarpsþætti fótbolta.net í dag.

mbl.is