Tímafresturinn nýttur

Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum og það kom verulega …
Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum og það kom verulega á óvart. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef komið væri haust og íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á leið í sína fyrstu leiki í undankeppni EM 2021 þá hefði Jón Þór Hauksson ekki valið sama leikmannahóp og hann tilkynnti í gær. Það er ljóst. Í komandi leikjum gegn sterkum liðum Kanada og Skotlands í Algarve-bikarnum, og á æfingum í Portúgal, um næstu mánaðamót gefst hinum nýja þjálfara hins vegar gott tækifæri til að skoða og meta leikmenn og nýta þannig tímafrestinn fram að hausti.

Einna mesta athygli vekur að Jón Þór skuli skilja Fanndísi Friðriksdóttur eftir utan hóps, leikmann sem alla jafna væri ofarlega á blaði. Fanndís hefur hins vegar leikið nær sleitulaust frá vorinu 2017, með Breiðabliki, Marseille í Frakklandi, Val og Adelaide United í Ástralíu, og þjálfarinn taldi rétt að gefa henni pásu þó Fanndís væri ósammála:

„Fanndís er auðvitað frábær fótboltamaður, það efast enginn um hennar hæfileika og hún hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár. Það eru augljóslega ekki forsendurnar fyrir því að hún er tekin út núna,“ sagði Jón Þór við Morgunblaðið. Hann kveðst ekki vera að reyna að „stuða“ leikmannahópinn með því að velja ekki Fanndísi nú, eða Söndru Maríu Jessen í leikmannahópinn sem vann Skota á La Manga í janúar. Sandra María, besti leikmaður síðasta Íslandsmóts, talaði opinskátt um það hve mikið andlegt högg það hefði verið að fá ekki sæti í fyrsta landsliðshópi Jóns Þórs í janúar.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert