Alexander framlengdi við Breiðablik

Alexander Helgi í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Alexander Helgi í leik með Breiðabliki síðasta sumar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Alexander er 22 ára gamall og fór ungur að árum til AZ Alkmaar í Hollandi. Þrálát meiðsli settu hins vegar strik í reikninginn og sneri hann heim árið 2016.

Hann hefur spilað 23 leiki fyrir Breiðablik og Víking Ó. þar sem hann var að láni fyrri hluta síðasta sumars. Þar af eru fjórir úrvalsdeildarleikir með Breiðabliki þar sem hann hefur skorað eitt mark, sigurmark gegn KR síðasta sumar. Alexander á að baki 18 leiki með yngri landsliðum Íslands þar sem hann skoraði tvö mörk.

„Það verður mjög spennandi að fylgjast með leikmanninum næstu misseri því hann hefur alla burði til að verða einn besti miðjumaður Pepsi-deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu sem Breiðablik sendi frá sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert