Ari framlengir við Fylki

Ari Leifsson skrifaði undir tveggja ára samning við Fylkismenn í …
Ari Leifsson skrifaði undir tveggja ára samning við Fylkismenn í gær. mbl.is/Eggert

Knattspyrnumaðurinn Ari Leifsson hefur framlengt samning sinn við Fylki en þetta staðfesti félagið í tilkynningu sem það sendi frá sér í gær. Ari er tvítugur miðvörður sem er uppalinn í Árbænum en samningurinn gildir til ársins 2021. 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ari spilað 38 meistaraflokksleiki fyrir Fylki en hann var fyrirliði Fylkis í 1:1-jafntefli liðsins gegn Þrótti Reykjavík í A-deild Lengjubikarsins í gær. Ari á sex U21-árs landsleiki að baki fyrir Ísland.

Fylkismenn enduðu í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en Ari var lykilmaður í vörn liðsins og spilaði alla leiki liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert