Ungur markvörður til Svíþjóðar

Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson. Ljósmynd/@totalfl

Hákon Rafn Valdimarsson, ungur markvörður 1. deildarliðs Gróttu í knattspyrnu, er kominn til Svíþjóðar þar sem hann æfir með úrvalsdeildarliðinu Kalmar út þennan mánuð.

Hákon er aðeins 17 ára gamall en var samt aðalmarkvörður Gróttu á síðasta ári þegar liðið tryggði sér sæti í 1. deildinni. Hann hefur enn fremur leikið einn leik með U19 ára landsliði Íslands.

mbl.is