Ísland í riðli með Svíþjóð

Íslenska landsliðið hefur leikið í þremur síðustu lokakeppnum EM og ...
Íslenska landsliðið hefur leikið í þremur síðustu lokakeppnum EM og var dyggilega stutt í Hollandi sumarið 2017. AFP

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur í haust undankeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi sumarið 2021. Dregið var í riðla nú í hádeginu í Nyon í Frakklandi og mbl.is fylgdist með gangi mála í beinni textalýsingu.

Ísland er í F-riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi. Undankeppnin hefst í lok ágúst.

Alls taka 47 þjóðir þátt í undankeppninni og þeim var skipt í níu riðla. Sjö riðlanna eru með fimm liðum en tveir riðlanna með sex liðum.

  • England er gestgjafi og tekur ekki þátt í undankeppninni.
  • Sigurliðin níu fara beint á EM.
  • Þrjú bestu liðin í 2. sæti fara beint á EM.
  • Hin sex liðin í 2. sæti fara í umspil um síðustu þrjú sætin á EM.

A-riðill: Holland, Rússland, Slóvenía, Tyrkland, Kósóvó, Eistland.

B-riðill: Ítalía, Danmörk, Bosnía, Ísrael, Malta, Georgía.

C-riðill: Noregur, Wales, Hvíta-Rússland, Norður-Írland, Færeyjar.

D-riðill: Spánn, Tékkland, Pólland, Moldóva, Aserbaídsjan.

E-riðill: Skotland, Finnland, Portúgal, Albanía, Kýpur.

F-riðill: Svíþjóð, ÍSLAND, Ungverjaland, Slóvakía, Lettland.

G-riðill: Frakkland, Austurríki, Serbía, Kasakstan, Makedónía.

H-riðill: Sviss, Belgía, Rúmenía, Króatía, Litháen.

I-riðill: Þýskaland, Úkraína, Írland, Grikkland, Svartfjallaland.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Undankeppni EM 2021 opna loka
kl. 12:59 Textalýsing Þá eru riðlarnir klárir! Ísland er í F-riðli. A-riðill : Holland, Rússland, Slóvenía, Tyrkland, Kósóvó, Eistland. B-riðill : Ítalía, Danmörk, Bosnía, Ísrael, Malta, Georgía. C-riðill : Noregur, Wales, Hvíta-Rússland, Norður-Írland, Færeyjar. D-riðill : Spánn, Tékkland, Pólland, Moldóva, Aserbaídsjan. E-riðill : Skotland, Finnland, Portúgal, Albanía, Kýpur. F-riðill : Svíþjóð, ÍSLAND, Ungverjaland, Slóvakía, Lettland. G-riðill : Frakkland, Austurríki, Serbía, Kasakstan, Makedónía. H-riðill : Sviss, Belgía, Rúmenía, Króatía, Litháen. I-riðill : Þýskaland, Úkraína, Írland, Grikkland, Svartfjallaland.
mbl.is