Kristófer ekkert með Keflavík í sumar

Kristófer Páll Viðarsson í leik með Leikni F.
Kristófer Páll Viðarsson í leik með Leikni F. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Framherjinn Kristófer Páll Viðarsson mun ekkert leika með Keflavík í fótboltanum í sumar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn ÍA á dögunum. Liðband í vinstri fæti Kristófers skaddaðist og verður hann frá út sumarið og fer í aðgerð í byrjun næsta mánaðar. 

Það eru auðvitað gífurleg vonbrigði að geta ekki tekið þátt með Keflavík í sumar. Ég var orðinn mjög spenntur,“ sagði Kristófer í samtali við fotbolti.net. 

Kristófer er fæddur árið 1997 og hefur spilað með Leikni á Fáskrúðsfirði stærstan hluta ferilsins. Hann hefur einnig leikið með Fylki og nú síðast Selfossi. Hann skoraði fimm mörk í 23 leikjum fyrir Selfoss síðasta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert