Fjölnir neitaði að gefast upp gegn Val

Valsmenn komust í 2:0 en unnu ekki.
Valsmenn komust í 2:0 en unnu ekki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fjölnir og Valur skildu jöfn, 2:2, er þau mættust í 3. riðli Lengjubikars karla í fótbolta í Egilshöll í kvöld. Valur komst í 2:0 í fyrri hálfleik en Fjölnismenn jöfnuðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik. 

Gary Martin var búinn að skora tvisvar fyrir Val á fyrstu 32 mínútunum en Viktor Andri Hafþórsson og Albert Brynjar Ingason svöruðu fyrir Fjölni. Fjölnir er í 2. sæti riðilsins með fjögur stig en Valur í 5. sæti með eitt stig. 

Í sama riðli mættust HK og Afturelding í Kórnum. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 50. mínútu en Alexander Aron Davorsson jafnaði á 89. mínútu og þar við sat, 1:1. Afturelding er í toppsæti riðilsins með fjögur stig og HK í 4. sæti með eitt stig. 

Í Fífunni mættust Grótta og Haukar í 4. riðli og fór Grótta með sigur af hólmi, 1:0. Axel Sigurðarson skoraði sigurmarkið. 

Grótta er í fjórða sæti riðilsins með þrjú stig og Haukar á botninum án stiga. 

mbl.is