Breiðablik með fullt hús stiga

Thomas Mikkelsen skoraði í dag.
Thomas Mikkelsen skoraði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik vann Víking R. í annarri umferð Lengjubikarsins, 2:0, í Fífunni í dag. Blikar hafa þar með unnið fyrstu tvo leiki sína og eru á toppi fjórða riðilsins.

Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir á 22. mínútu áður en Aron Bjarnason innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Mikkelsen kom til Breiðabliks um mitt síðasta tímabil og skoraði tíu deildarmörk í 11 leikjum. Hann fer aftur vel af stað í ár eins og Blikar sem unnu Gróttu 3:0 í fyrstu umferðinni.

Víkingar hafa aftur á móti tapað fyrstu leikjum sínum, 3:2, gegn FH í fyrstu umferðinni og gegn Blikum í dag. Atli Hrafn Andrason, sem gekk til liðs við Víkinga í gær, spilaði fyrri hálfleikinn í dag en Júlíus Magnússon, sem einnig kom í gær, var ekki með.

mbl.is