Blikar töpuðu fyrstu stigunum

Aron Bjarnason jafnaði fyrir Blika í kvöld.
Aron Bjarnason jafnaði fyrir Blika í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, í Lengjubikar karla í knattspyrnu í rokleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og Blikar töpuðu þar með fyrstu stigum sínum á mótinu.

Ásgeir Þór Ingólfsson, sem er kominn aftur til Hauka eftir tvö ár með Hønefoss í Noregi, kom þeim yfir úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Aron Bjarnason jafnaði fyrir Blika 20 mínútum fyrir leikslok. Í blálokin fékk Elfar Freyr Helgason varnarmaður Breiðabliks sitt annað gula spjald og þar með það rauða.

Breiðablik er með 10 stig og mætir FH næsta laugardag í leik sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um hvort liðið vinnur riðilinn og fer í undanúrslit. FH er með 7 stig og á áður eftir að spila við Gróttu á miðvikudagskvöldið. Keflavík er líka með 7 stig en á einn leik eftir. Haukar fengu sitt fyrsta stig í leiknum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert