Góðar fréttir af Alfreð

Erik Hamrén á fundinum í dag.
Erik Hamrén á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erik Hamrén þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu opinberaði landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM í dag.

Íslendingar spila tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni á útivelli. Þeir mæta Andorra föstudaginn 22. mars og heimsmeisturum Frakka mánudaginn 25. mars.

Alfreð Finnbogason er í landsliðshópnum en hann hefur ekki spilað með Augsburg í síðustu leikjum vegna meiðsla. Hamrén greindi frá því að Alfreð sé byrjaður að æfa á nýjan og vonir standa til að hann geti spila með Augsburg í Bundesligunni um komandi helgi.

Jón Daði Böðvarsson er ekki í hópnum né Emil Hallfreðsson en báðir eru þeir að glíma við meiðsli.

Mbl.is var á fréttamannafundinum sem var í beinni textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Fréttamannafundur hjá Erik Hamrén opna loka
kl. 13:44 Textalýsing Þá er fundi slitið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert