KR lánar Keflavík leikmann

Adolf Bitegeko.
Adolf Bitegeko. Ljósmynd/KR

Keflavík, sem leikur í næstefstu deild karla í knattspyrnu í sumar, hefur fengið að láni hinn 20 ára gamla Adolf Bitegeko frá KR.

Bitegeko er sóknarsinnaður leikmaður frá Tansaníu sem gekk í raðir KR fyrir síðasta tímabil. Hann kom lítillega við sögu í tveimur leikjum með KR í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en lék einnig fjölda leikja með 2. flokki félagsins.

mbl.is