Kona bætist í hóp umboðsmanna

Guðrún Bergsteinsdóttir, lögmaður og umboðsmaður.
Guðrún Bergsteinsdóttir, lögmaður og umboðsmaður. Ljósmynd/KSÍ

Mikil fjölgun virðist nú vera í hópi umboðsmanna knattspyrnufólks á Íslandi. Er þá átt við umboðsmenn sem eru með viðurkennd réttindi og skráðir sem umboðsmenn hjá KSÍ.

Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður var nýlega skráð sem umboðsmaður hjá KSÍ en fá dæmi eru um konur sem umboðsmenn hérlendis. Guðlaugur Tómasson sem er FIFA-umboðsmaður frá 2003 er nú skráður hjá KSÍ en tilkynnt var um þau í þessari viku.

Í janúar var tilkynnt um þrjá nýja umboðsmenn á skrá hjá KSÍ. Þar var um að ræða Albert A. Larrea þjálfara, Saint Paul Edeh fyrrverandi leikmann og Sigurð Frey Sigurðsson lögmann. Á nýju ári hafa því fimm bæst við hópinn á lista KSÍ en þar voru fimm nöfn fyrir: Bjarki Gunnlaugsson, Brjánn Guðjónsson, Erling Reynisson, Kristinn Björgúlfsson og Ólafur Garðarsson.

Þessi listi er ekki tæmandi fyrir íslenska umboðsmenn. Þeir geta verið skráðir hjá knattspyrnusambandi í öðru landi. Þar er til dæmis hægt að taka Magnús Agnar Magnússon sem dæmi sem verið hefur áberandi síðustu ár.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »