Með bjartsýni að vopni

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson mbl.is/Kristinn Magnússon

Leiða má líkum að því að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hafi ekki valið jafn sterkan leikmannahóp og þann sem hann tilkynnti í gær og er ætlað að takast á við landslið Andorra og heimsmeistara Frakka í fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020.

Af þeim hópi þeirra sem taldir eru og hafa verið öflugustu knattspyrnumenn landsins undanfarin misseri og ár þá vantar helst Emil Hallfreðsson og Jón Daða Böðvarsson í landsliðshópinn að þessu sinni. Báðir eru þeir frá keppni vegna meiðsla. Um þriðja manninn, Kolbein Sigþórsson, þýðir ekki að tala um þessar mundir. Hann er án félags og hefur auk þess ekki leikið knattspyrnu að ráði um árabil.

Hamrén hefur ekki átt sjö daga sæla í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið leik undir hans stjórn. Ekki hefur það endilega létt honum og landsliðinu róðurinn að yfirleitt hafa skörð verið hoggin í hópinn.

Ekki veitir af öflugum hópi leikmanna fyrir leikina tvo sem framundan eru. Sá fyrri í Andorra föstudaginn eftir viku og þremur dögum síðar á Stade de France í París við heimsmeistara Frakka. Andorramenn eru seigir undir tönn á heimavelli eins og þrjú jafntefli á heimavelli í leikjum Þjóðardeildarinnar á liðnu hausti bera vott um.

Andstæðingarnir eru eins ólíkir og hugsast getur.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert