Sex marka jafntefli Leiknis og Stjörnunnar

Hilmar Árni Halldórsson skoraði þriðja mark Stjörnunnar.
Hilmar Árni Halldórsson skoraði þriðja mark Stjörnunnar. mbl.is/Valgarður Gíslason

Leiknir úr Reykjavík og Stjarnan skildu jöfn í 1. riðli Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld, 3:3. Stjarnan lýkur keppni með sjö stig og er í öðru sæti riðilsins og Leiknir er fjögur stig í fimmta sæti. 

Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir strax á fyrstu mínútu, en Stjörnumenn snéru taflinu við í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni. Staðan í leikhléi var því 2:1, Stjörnunni í vil. 

Leiknismenn gáfust hins vegar ekki upp og Ingólfur Sigurðsson jafnaði á 62. mínútu, en Þórarinn Ingi Valdimarsson í liði Stjörnunnar fékk rautt spjald 10 mínútum fyrr.

Þrettán mínútum síðar kom fyrirverandi Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni aftur yfir. Sævar Atli Magnússon jafnaði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og þar við sat. 

mbl.is