Valur og Þór/KA skoruðu fimm

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö. Ófeigur Lýðsson

Valur er enn með fullt hús stiga í toppsæti A-deildarinnar í Lengjubikar kvenna í fótbolta eftir 5:2-sigur á Selfossi á Jáverkvellinum í dag. Valur er nú með tólf stig, sex stigum meira en Breiðablik, sem er í öðru sæti. 

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Guðrún Karítas Sigurðardóttur komust einnig á blað. Magdalena Anna Reimus og Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk Selfoss. 

Þór/KA vann ÍBV Í Akraneshöllinni með sömu markatölu. Margrét Árnadóttir, Rut Matthíasdóttir, Sandra Mayor, Lára Kristín Pedersen og Jakobína Hjörvarsdóttir skoruðu mörk Þór/KA á meðan Cloé Lacasee og Sigríður Lára Garðarsdóttir skoruðu fyrir ÍBV. 

Þór/KA er með fjögur stig í þriðja sæti en ÍBV í fimmta sæti án siga, eins og Selfoss sem er sæti neðar. Fjögur efstu liðin komast í undanúrslit keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert