Aganefnd fjallar um mál Þórarins Inga

Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson. mbl.is/Valli

Aganefnd KSÍ mun á fundi sínum í dag taka fyrir mál Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar.

Þórarinn var rekinn af velli í leik Stjörnunnar gegn Leikni úr Reykjavík í Lengjubikar karla á föstudaginn, fyrir að viðhafa ósæmileg ummæli í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis sem hefur glímt við geðræn vandamál um árabil og sagt frá þeim á opinskáan hátt í fjölmiðlum.

Eins og fram kom á mbl.is í gær bað Þórarinn Ingólf afsökunar eftir leikinn og sagði í yfirlýsingu á Twitter að orðbragðið hefði ekki verið sér sæmandi og rauða spjaldið hefði verið verðskuldað.

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sagði við mbl.is í gær að aga- og úrskurðarnefnd hefði klára lögsögu til að taka þetta mál fyrir en þá hafði skýrsla Þorvaldar Árnasonar dómara leiksins ekki borist skrifstofu KSÍ og ekki ljóst endanlega með ferlið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert