Reyndasta lið Íslands?

Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn 300. deildarleik á ferlinum síðasta …
Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn 300. deildarleik á ferlinum síðasta laugardag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, getur á föstudagskvöldið stillt upp sterkasta liði sem hann hefur haft yfir að ráða frá því Svíinn tók við starfinu í ágúst 2018.

Þá er ljóst að liðið verður það reyndasta sem Ísland hefur nokkru sinni teflt fram. Möguleiki er á að í þeim leik komi við sögu allt að níu leikmenn sem hafa spilað 300 deildarleiki eða meira á ferli sínum og það hefur aldrei gerst hingað til.

Jóhann Berg Guðmundsson bættist í þann hóp á laugardaginn en hann lék þá sinn 300. deildarleik á ferlinum þegar Burnley tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrr í vetur lék Birkir Bjarnason sinn 300. deildarleik og þar sem ekki er ósennilegt að hann, Jóhann, Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson skipi miðju íslenska liðsins á föstudagskvöldið þá verður öll miðjan með 300 leiki eða meira á bakinu.

Greinina í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert