Andorra valdi aðeins 20 leikmenn

Koldo Álvarez, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Andorra, hefur þjálfað landsliðið frá árinu …
Koldo Álvarez, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Andorra, hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2010. AFP

Nú þegar rétt um tveir sólarhringar eru í leik Íslands og Andorra í fyrstu umferð undankeppni EM karla í knattspyrnu hefur knattspyrnusamband Andorra loks gefið út hvernig leikmannahópur liðsins verður skipaður.

Aðeins 20 leikmenn eru í hópnum en leyfilegt er að vera með 23 leikmenn í hverjum hópi í leikjum í undankeppnum stórmóta. Langflestir leikmanna Andorra spila með liðum í heimalandinu.

Markmenn: Josep Antoni Gomes (UE Santa Coloma), Ferran Pol (UE Sant Julià).

Varnarmenn: Emili García (FC Andorra), Joan Cervós (FC Andorra), Ildefons Lima (Inter d'Escaldes), Max Llovera (FC Santboià), Jesús Rubio (UE Santa Coloma), Moisés San Nicolás (VallBanc Santa Coloma).

Miðjumenn: Marcio Vieira (At. Monzón), Cristian Martínez (FC Andorra), Ludovic Clemente (FC Andorra), Sergio Moreno (Inter d'Escaldes), Marc Rebés (VallBanc Santa Coloma), Víctor Rodríguez (VallBanc Santa Coloma), Marc Vales (Sandefjord).

Sóknarmenn: Jordi Aláez (FC Andorra), Àlex Martínez (FC Andorra), Juli Sánchez (VallBanc Santa Coloma), Sebas Gómez (UE Engordany), Aaron Sánchez (UE Santa Coloma).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert