Andorra valdi aðeins 20 leikmenn

Koldo Álvarez, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Andorra, hefur þjálfað landsliðið frá árinu ...
Koldo Álvarez, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Andorra, hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2010. AFP

Nú þegar rétt um tveir sólarhringar eru í leik Íslands og Andorra í fyrstu umferð undankeppni EM karla í knattspyrnu hefur knattspyrnusamband Andorra loks gefið út hvernig leikmannahópur liðsins verður skipaður.

Aðeins 20 leikmenn eru í hópnum en leyfilegt er að vera með 23 leikmenn í hverjum hópi í leikjum í undankeppnum stórmóta. Langflestir leikmanna Andorra spila með liðum í heimalandinu.

Markmenn: Josep Antoni Gomes (UE Santa Coloma), Ferran Pol (UE Sant Julià).

Varnarmenn: Emili García (FC Andorra), Joan Cervós (FC Andorra), Ildefons Lima (Inter d'Escaldes), Max Llovera (FC Santboià), Jesús Rubio (UE Santa Coloma), Moisés San Nicolás (VallBanc Santa Coloma).

Miðjumenn: Marcio Vieira (At. Monzón), Cristian Martínez (FC Andorra), Ludovic Clemente (FC Andorra), Sergio Moreno (Inter d'Escaldes), Marc Rebés (VallBanc Santa Coloma), Víctor Rodríguez (VallBanc Santa Coloma), Marc Vales (Sandefjord).

Sóknarmenn: Jordi Aláez (FC Andorra), Àlex Martínez (FC Andorra), Juli Sánchez (VallBanc Santa Coloma), Sebas Gómez (UE Engordany), Aaron Sánchez (UE Santa Coloma).

mbl.is