Góð byrjun íslenska liðsins

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið karla í fótbolta byrjaði vel í milliriðli EM í Þýskalandi í dag og vann 2:1-sigur á Slóveníu. Með sigrinum fór Ísland upp í toppsæti riðilsins þar sem heimamenn í Þýskalandi og Hvíta-Rússland skildu jöfn fyrr í dag, 1:1. 

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði fyrra mark Íslands strax á áttundu mínútu eftir undirbúning hjá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni, sem gekk í raðir ÍA frá Tindastóli um áramótin. 

Þeir voru svo aftur á ferðinni á 35. mínútu er Jón skoraði eftir undirbúning Davíðs. Efsta lið riðilsins fer í lokakeppni EM í Dublin í maí. Ísland mætir Þýskalandi í öðrum leik sínum á laugardaginn kemur. 

mbl.is