Yfirlýsing frá Leikni: KSÍ lagði blessun sína yfir hátterni Þórarins

Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íþróttafélagið Leiknir í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar KSÍ vegna atviks sem kom upp í leik karlaliðs félagsins gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum.

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var þá rekinn af velli fyrir að hreyta orðum í Ingólf Sigurðsson leikmann Leiknis. Þórarinn lét orð falla sem beinast að andlegum veikindum Ingólfs sem hann hefur rætt um í fjölmiðlum. 

Fyrir rauða spjaldið fékk Þórarinn sjálfkrafa leikbann í Lengjubikarnum næsta vetur en aga og úrskurðanefnd KSÍ sá ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu. 

Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti fram hjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarins. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi.

Yfirlýsing Leiknis

Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert