Sandra og Lára fá tækifæri í Kóreu

Lára Kristín Pedersen
Lára Kristín Pedersen mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sandra María Jessen og Lára Kristín Pedersen eru í landsliðshópi kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti eftir að Jón Þór Hauksson tók við þjálfun landsliðsins en þær eru í 23 manna hópi sem hann tilkynnti í gær vegna vináttulandsleikjanna í Suður-Kóreu 6. og 9. apríl.

Sandra María var reyndar valin fyrir Algarve-bikarinn en varð að hætta við vegna meiðsla.

Þá koma Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir í hópinn á ný. Þær léku vináttuleikinn gegn Skotum í janúar en voru ekki valdar fyrir Algarve-bikarinn.

Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði fær frí frá þessu verkefni vegna leikjaálags, Sif Atladóttir vegna ökklameiðsla og þær Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir eru ekki komnar í landsliðsform eftir langa fjarveru, að sögn Jóns Þórs. Agla María Albertsdóttir fer ekki með til Suður-Kóreu vegna prófa.

Ísland og Suður-Kórea hafa aldrei mæst áður. Suður-Kórea er í 14. sæti heimslistans og er í fjórða sæti af þjóðum innan knattspyrnusambands Asíu, á eftir Ástralíu, Japan og Norður-Kóreu, og einu sæti ofar en Kína sem Ísland hefur oft spilað gegn. Liðið er á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar.

Nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert