Örugg fyrstu skref tekin í Andorra

Jóhann Berg Guðmundsson og Marc Vales í baráttu í leiknum …
Jóhann Berg Guðmundsson og Marc Vales í baráttu í leiknum í Andorra. AFP

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ætlar sér á þriðja stórmótið í röð og hóf ferðalagið á EM 2020 með öruggum skrefum í Andorra la Vella í gærkvöld. Léleg vopn Andorramanna, sem kunna þó vel að nota þau, voru slegin úr höndum þeirra í fyrri hálfleik og án þess að þurfa að leggja neitt gríðarlega mikið á sig landaði Ísland 2:0-sigri.

Áhyggjurnar voru svo sem ekki þungar fyrir leik en Birkir Bjarnason sá til þess að þær hurfu nánast alveg með marki um miðjan fyrri hálfleik. Hernaðaráætlun heimamanna var augljós frá byrjun en þeir reyndu allt til að hægja á leiknum; vældu í dómaranum, voru lengi að taka föst leikatriði og beittu í raun alls konar brellum til þess að freista þess að hanga á jafnteflinu.

Þessar aðferðir, sem einnig voru ætlaðar til að pirra íslensku strákana, hefðu ef til vill getað gengið upp ef Birkir hefði ekki brotið ísinn svo snemma. Í staðinn gátu þeir hlegið að aðferðum heimamanna sem voru stundum einum of augljósar.

Sjá ítarlega umfjöllun um viðureignina í Andorra í íþróttablaði Morgublaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert