Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Frökkum í undankeppni HM í knattspyrnu en þjóðirnar eigast við á Stade de France annað kvöld.

Jóhann Berg er meiddur í kálfa og heldur til Englands í dag þar sem hann verður til aðhlynningar hjá sjúkraþjálfurum Burnley. Frá þessu greindi Erik Hamrén þjálfari íslenska landsliðsins á fréttamannafundi í París í dag.

Þá bárust þær fréttir úr herbúðum Frakka í dag að kantmaðurinn Kinglsey Coman úr liði Bayern München verði ekki með Frökkunum annað kvöld en hann er meiddur.

Íslendingar unnu 2:0 útisigur gegn Andorra á föstudagskvöldið og Frakkar unnu öruggan sigur á útivelli gegn Moldóvu.

mbl.is