Albert byrjar gegn Frökkum

Aron Einar Gunnarsson mun leiða Ísland inn á Stade de ...
Aron Einar Gunnarsson mun leiða Ísland inn á Stade de France í kvöld. AFP

Erik Hamrén hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn byrja leik Íslands við Frakkland á Stade de France kl. 19.45, í undankeppni EM karla í knattspyrnu.

Fjórar breytingar eru gerðar frá 2:0-sigrinum gegn Andorra á föstudag. Jóhann Berg Guðmundsson hélt heim í gær vegna meiðsla og þeir Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason taka sæti á bekknum, sem og Alfreð Finnbogason sem er nýstiginn upp úr meiðslum. Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma inn.

Mark: Hannes Þór Halldórsson.

Vörn: Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon.

Miðja: Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson.

Sókn: Gylfi Þór Sigurðsson, Albert Guðmundsson.

mbl.is