Stór áfangi Birkis í kvöld

Birkir Már Sævarsson hlýðir á Erik Hamrén og Frey Alexandersson …
Birkir Már Sævarsson hlýðir á Erik Hamrén og Frey Alexandersson á æfingu landsliðsins á Stade de France. AFP

Birkir Már Sævarsson nær þeim áfanga í leiknum gegn Frökkum á Stade de France í kvöld að vera orðinn annar leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í karlaflokki í knattspyrnu.

Birkir leikur sinn 90. landsleik í kvöld og fer með því upp fyrir Hermann Hreiðarsson, sem um árabil hefur setið í öðru sætinu með 89 landsleiki. Hann fór líka upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen fyrr á þessu ári en Eiður lék 88 leiki.

Rúnar Kristinsson er sá eini fyrir utan Birki sem hefur náð 90 landsleikjum en hann spilaði alls 104 landsleiki á sínum ferli.

Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert