Tapið kemur kannski ekki á óvart

Erik Hamrén gengur svekktur af velli í kvöld.
Erik Hamrén gengur svekktur af velli í kvöld. AFP

Þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, Erik Hamrén, hrósaði franska landsliðinu í samtali við RÚV eftir 0:4-tap gegn heimsmeisturunum á Stade de France í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvöld. 

„Fyrst og fremst vorum við að spila við rosalega gott lið. Þeir voru mikið með boltann og skoruðu fjögur mörk úr fimm skotum á markið,“ sagði Hamrén um franska liðið, sem spilaði vel. Hann var ánægður með einhverja kafla í leiknum, þrátt fyrir stórt tap. 

„Við misstum boltann of auðveldlega fyrstu 20-25 mínúturnar, en síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik voru mun betri. Við byrjuðum vel í seinni hálfleik, en síðasta kortérið í seinni hálfleik var erfitt og ekki vel spilað hjá okkur. 

Við gerðum það sem við gátum og í stöðunni 1:0 er alltaf möguleiki. Birkir átti gott skot í stöðunni 1:0 sem markmaðurinn varði vel. Þegar staðan varð 2:0 varð þetta erfitt, eins og við var að búast. Það er alltaf súrt að tapa, en við vorum að tapa á móti heimsmeisturunum og það kemur kannski ekki á óvart,“ sagði Svíinn. 

mbl.is