Þetta var bara lélegt

Aron Einar og N'Golo Kanté eigast við í kvöld.
Aron Einar og N'Golo Kanté eigast við í kvöld. AFP

„Þetta var bara lélegt,“ sagði svekktur Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í samtali við RÚV eftir 0:4-tap fyrir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Staðan í hálfleik var 1:0, en Frakkar sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik. 

„Við höfðum tíma til að halda boltanum betur. Við vorum inni í leiknum í hálfleik þegar staðan var 1:0 en seinni hálfleikurinn var erfiður. Við fengum of mikið af færum á okkur og þetta var svipað og fyrri hálfleikurinn okkar á móti þeim á EM,“ bætti Aron við. 

„Þótt þetta séu heimsmeistararnir og allt það þá fannst mér við eiga meira inni. Við verðum svekktir í kvöld en einbeitum okkur að næsta leik. Áfram með smjörið, það eru tveir mikilvægir leikir í sumar,“ sagði fyrirliðinn enn fremur. 

mbl.is