Þriðja skipti á öldinni

Strákarnir í U17 ára landsliðinu tryggðu sér í gær sæti …
Strákarnir í U17 ára landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í lokakeppni EM. Ljósmynd/KSÍ

Ísland mun í þriðja sinn á þessari öld eiga lið í úrslitakeppni Evrópumóts drengja 17 ára og yngri en úrslitakeppnin fer fram á Írlandi dagana 3. til 19. maí í vor.

Íslensku strákarnir, undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar, tryggðu sér í gær glæsilegan sigur í sínum milliriðli með því að vinna Hvít-Rússa 4:1 í lokaumferðinni í Þýskalandi. Bæði liðin áttu möguleika á að vinna riðilinn, eins og Þjóðverjar, en Ísland var með 4 stig, Þýskaland 2 og Hvíta-Rússland 2 fyrir leikina í gær.

Í lokakeppninni verða Írland (gestgjafi) og Holland (Evrópumeistari) og Ísland, Austurríki, Ítalía, Tékkland, Portúgal og Rússland sem hafa tryggt sér sigra í sínum riðlum. Átta sæti eru enn óútkljáð og m.a. fara Þjóðverjar í umspil en flestir reiknuðu með því að þeir ynnu sinn riðil á heimavelli.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert