Fyrstur í 30 landsleiki

Davíð Snær Jóhannsson
Davíð Snær Jóhannsson mbl.is

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson náði í vikunni sögulegum áfanga þegar hann lék með drengjalandsliðinu í knattspyrnu gegn Hvít-Rússum í milliriðli Evrópukeppninnar í Þýskalandi.

Davíð Snær lék þar sinn þrítugasta landsleik og er fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær 30 landsleikjum fyrir U17 ára lið og yngri.

Hann setti jafnframt leikjamet í U17 í fyrsta leik milliriðilsins þegar Ísland vann Slóveníu 2:1, og skoraði þá annað marka liðsins. Davíð lék þá 28. leikinn og sló með því 25 ára gamalt met Eiðs Smára Guðjohnsens og Vals Fannars Gíslasonar. Þeir léku 27 leiki fyrir U17 ára landsliðið á árunum 1992 til 1994.

Clara Sigurðardóttir frá Vestmannaeyjum sló jafnframt leikjametið í U17 ára landsliði kvenna í vikunni.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert