Ganamaður til Vestmannaeyja

Eyjamenn í leik gegn Val á síðasta tímabili.
Eyjamenn í leik gegn Val á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Karlalið ÍBV í knattspyrnu hefur bætt erlendum leikmanni í sinn hóp fyrir keppnistímabilið en það er 24 ára gamall miðjumaður frá Gana.

Sá heitir Benjamin Prah og kemur frá Berekum Chelsea í heimalandi sínu. Hann er miðjumaður og er fimmti nýi erlendi leikmaðurinn sem kemur til félagsins í vetur.

Hinir eru Portúgalarnir Gilson Correia, Rafael Veloso og Telmo Castanheira og Belginn Evariste Ngolok. Þá er Jonathan Glenn frá Trínidad og Tóbagó kominn aftur til Eyja eftir að hafa leikið með Fylki í fyrra.

mbl.is