Ágúst til liðs við Víking

Ágúst Eðvald Hlynsson ásasmt Arnari Gunnlaugssyni þjálfara Víkings og Heimi …
Ágúst Eðvald Hlynsson ásasmt Arnari Gunnlaugssyni þjálfara Víkings og Heimi Gunnlaugssyni hjá knattspyrnudeild félagsins. Ljósmynd/@totalfl

Víkingur úr Reykjavík hefur fengið til liðs við sig unglingalandsliðsmanninn Ágúst Eðvald Hlynsson sem hefur verið í röðum Bröndby í Danmörku í hálft annað ár og samið við hann til þriggja ára.

Ágúst, sem er 19 ára sóknarmaður, lék 16 ára gamall með Breiðabliki árið 2016 og skoraði þá tvö mörk fyrir liðið í bikarkeppninni, ásamt því að spila fjóra úrvalsdeildarleiki. Hann fór síðan til Norwich City á Englandi og þaðan til Bröndby haustið 2017. Ágúst hefur leikið 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is