Valur og FH mætast í bikarnum

Stjarnan er bikarmeistari karla eftir að hafa sigrað Breiðablik í …
Stjarnan er bikarmeistari karla eftir að hafa sigrað Breiðablik í vítaspyrnu eftir framlengdan úrslitaleik liðanna síðasta haust. mbl.is/Valli

Íslandsmeistarar Vals drógust á móti FH þegar dregið var til 32ja liða úrslitanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á Laugardalsvelli. Bikarmeistarar Stjörnunnar fá úrvalsdeildar lið ÍBV og verður leikurinn í Vestmannaeyjum. 

Hér að neðan má sjá atvikalýsingu frá drættinum. 

Leikirnir verða spilaðir 30. apríl og 1. maí en verður það nánar útlistað síðar í dag. 

32-liða úrslitin: 

KÁ - Víkingur R. 

Völsungur eða Tindastóll - Mídas

Magni - Breiðablik

Sindri - KA

Valur - FH

Grindavík - Afturelding

ÍR - Fjölnir

Fram - Njarðvík

Ægir - Þróttur R

ÍBV - Stjarnan

Augnablik - ÍA

Keflavík - Kórdrengir

HK - Fjarðabyggð

Fylkir - Grótta

Vestri - Úlfarnir

KR - Dalvík/Reynir

Bikardrátturinn í beinni opna loka
kl. 15:19 Textalýsing Þá liggur þetta fyrir. Ljóst að fyrirfram er stærsta viðureignin á milli Íslandsmeistara Vals og FH.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert