Höskuldur lánaður til Breiðabliks

Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Breiðabliki.
Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Breiðabliki. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Breiðablik hefur fengið knattspyrnumanninn Höskuld Gunnlaugsson lánaðan frá Halmstad í Svíþjóð út þetta keppnistímabil.

Höskuldur kannast vel við sig í Kópavogi enda uppalinn hjá Breiðabliki þar sem hann var í stóru hlutverki áður en hann var seldur til Halmstad um mitt sumarið 2017. Þar lék hann fyrst hálft tímabil í úrvalsdeildinni og síðan allt síðasta ár í B-deildinni. Hann hefur ekkert komið við sögu í fyrstu leikjum liðsins í B-deildinni í ár.

Höskuldur er 24 ára gamall sóknarmaður og lék sjö leiki með 21-árs landsliði Íslands. Hann á að baki 68 leiki með Blikum í úrvalsdeildinni og hefur skorað í þeim 11 mörk.

mbl.is