Löng leit að nýjum framherja

Arnar Gunnlaugsson l.t.v.
Arnar Gunnlaugsson l.t.v.

„Við munum pottþétt fá framherja áður en glugginn lokast [15. maí], en ekki áður en við mætum Val,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., sem spáð er fallbaráttu í úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Arnar segir að leitað hafi verið víða að öflugum markaskorara.

„Við höfum leitað mjög lengi að framherja í vetur, tekið nokkra á reynslu en verið rosalega vandlátir. Við höfum verið lengi að velja týpurnar, því við viljum þá sem henta okkar hugsunarhætti en ekki bara einhvern sem þarf svo að sníða liðið í kringum. Við erum enn í leit að þeim rétta, því við þurfum einn til tvo leikmenn til að hjálpa strákunum í þessum hópi. Annars er ég mjög ánægður með hópinn eins og hann er í dag,“ segir Arnar.

Arnar segir nánast engar líkur á að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason bætist í hóp Víkinga fyrir 15. maí. Kári er samningsbundinn Genclerbirligi í Tyrklandi út júní en liðið er á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deild Tyrklands og gæti náð því í byrjun næstu viku. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert