Málfríður Erna leggur skóna á hilluna

Málfríður Erna Sigurðardóttir (til vinstri) í leik með Val síðasta …
Málfríður Erna Sigurðardóttir (til vinstri) í leik með Val síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna fjölskylduástæðna. Þetta staðfesti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag. 

Málfríður lék alls 234 leiki í efstu deild, langflesta þeirra með Val, en hún lék einnig með Breiðabliki í tvö ár. Hún lék alla 18 deildarleiki Vals síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk og hefur hún alls skorað 29 mörk í efstu deild.  

Hún á 33 landsleiki að baki og í þeim skoraði hún tvö mörk. Málfríður var m.a í íslenska landsliðshópnum á EM 2017. 

Uppfært klukkan 20.08

Málfríður segir þessar fréttir ekki réttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert