Hvaðan koma mörkin?

Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði Víkings og lykilmaður í varnarleik …
Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði Víkings og lykilmaður í varnarleik liðsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Greinarhöfundur hefur ekki orðið var við mikla bjartsýni hjá þeim stuðningsmönnum Víkings sem hann hefur rætt við í aðdraganda Íslandsmótsins. Liðið hafnaði í 9. sæti í fyrra og á pappírunum margfrægu virðist liðið vera veikara. Í slíkum aðstæðum geta þó leynst sóknarfæri þegar lítil pressa er á mönnum.

Alex Freyr Hilmarsson og Arnþór Ingi Kristinsson færðu sig báðir yfir til KR og Milos Ozegovic er farinn heim til Serbíu. Því er spurning hverjir verða á miðjunni í ljósi þessara breytinga og hversu sterkt liðið verður á þeim hluta vallarins.

Júlíus Magnússon snéri heim frá Hollandi í vetur en hann fór ungur til Heerenveen og er uppalinn Víkingur. Hans bíður væntanlega hlutverk á miðjunni en þar hefur hann leikið með U21 árs landsliðinu. Einnig er möguleiki að Rick ten Voorde spili aftar en í fyrra en þá var hann í sókninni. Þá er Ágúst Hlynsson kominn frá Bröndby í Danmörku og gæti spilað í fremstu víglínu.

Talið að landsliðsmaðurinn Kári Árnason muni snúa heim í uppeldisfélagið eins og til stóð í fyrra. Með tilkomu hans gætu Víkingar stillt upp gífurlega leikreyndum mönnum í hjarta varnarinnar. 

Sjá greinina í heild í blaðinu Fótboltinn 2019 sem fylgir Morgunblaðinu í dag en þar er fjallað ítarlega um Íslandsmót karla og kvenna sem hefst með viðureign karlaliða Vals og Víkings í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert