Titilvörnin hefst á Hlíðarenda

Valsmönnum er spáð góðu gengi í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Valsmönnum er spáð góðu gengi í Pepsi Max-deildinni í sumar. mbl.is/Eggert

Íslandsmeistarar Vals hefja leik í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið fær Víking Reykjavík í heimsókn í opnunarleik mótsins. Flestir spámenn gera ráð fyrir því að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitil sinn til tveggja ára á meðan Víkingum er spáð falli úr deildinni.

Valsmenn hafa verið duglegir að styrkja sig í vetur en Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmaður er sá nýjasti til þess að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. Á meðan hafa Víkingar bætt við sig minna þekktum spámönnum en flestir eiga þeir það sameiginlegt að vera undur og efnilegir leikmenn.

Fyrsta umferð Íslandsmótsins hefst formlega með leik Vals og Víkings á Origo-vellinum og umferðinni lýkur á morgun þegar fimm leikir fara fram. Grindavík fær Breiðablik í heimsókn klukkan 14 og ÍBV mætir Fylkismönnum klukkan 14 í Vestmannaeyjum. Á Akranesi fá nýliðar ÍA KA í heimsókn og FH fær nýliða HK í heimsókn í Kópavoginn en báðir leikir hefjast klukkan 16.

Umferðinni lýkur svo í Garðabænum þar sem stórleikur Stjörnunnar og KR fer fram en báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og hefst sá leikur klukkan 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert