Hópurinn sterkari?

Martin Rauschenberg klæðist búningi Stjörnunnar á ný í sumar.
Martin Rauschenberg klæðist búningi Stjörnunnar á ný í sumar. mbl.is/Golli

Stjörnumenn hafa verið í hópi fjögurra efstu liða úrvalsdeildarinnar undanfarin sex ár og fá teikn eru á lofti um annað en að þeir verði áfram á þeim slóðum.

Í fyrra hafnaði Garðabæjarliðið í þriðja sæti, missti þá annað sætið til Breiðabliks með slæmu gengi í þremur síðustu umferðunum, en varð hinsvegar bikarmeistari í fyrsta skipti og krækti þar í langþráðan titil.

Stjörnumönnum gekk ekki vel í Lengjubikarnum í vetur, unnu þar aðeins tvo leiki af fimm og fengu á sig tólf mörk. Sex marka skellur gegn Skagamönnum vakti sérstaklega athygli.

En þegar horft er á leikmannahópinn sem Rúnar Páll Sigmundsson hefur til umráða geta stuðningsmenn Stjörnunnar verið rólegir. Hann heldur öllu sínu byrjunarliði frá síðasta tímabili og þrír leikmenn hafa bæst við hópinn þannig að breiddin er enn meiri en áður. Danski miðvörðurinn Martin Rauschenberg, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar 2014, er kominn aftur, sem og landi hans frá Danmörku, Nimo Gribenco, og þá bættist Elís Rafn Björnsson frá Fylki líka í hópinn.

Haraldur Björnsson ver markið áfram og leikur sitt þriðja tímabil í Garðabænum, með Guðjón Orra Sigurðsson og Ásgeir Þór Magnússon til taks.

Sjá grein­ina í heild í blaðinu Fót­bolt­inn 2019 sem fylg­di Morg­un­blaðinu í gær en þar er fjallað ít­ar­lega um Íslands­mót karla og kvenna. Stjarnan og KR mæt­ast í Garðabæ í kvöld. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert