Kópavogsslagur í bikarnum

KR-ingar sigruðu 2. deildarlið Dalvíkur/Reynis 5:0 í 32ja liða úrslitunum …
KR-ingar sigruðu 2. deildarlið Dalvíkur/Reynis 5:0 í 32ja liða úrslitunum í fyrradag. mbl.is/Hari

Það verða tveir grannaslagir í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Annars vegnar mætast Breiðablik og HK og hins vegar Keflavík og Njarðvík. 16-liða úrslitin fara fram miðvikudaginn 29. maí og fimmtudaginn 30. maí.

Víkingur R. - KA og FH - ÍA mætast einnig í uppgjöri úrvalsdeildarliða. Vestri og Völsungur leika í 2. deild. Vestri mætir Grindavík á útivelli. Bjarni Jóhannsson þjálfari Vestra þjálfaði lið Grindavíkur á árum áður.

Völsungur fær KR í heimsókn til Húsavíkur en í liði KR-inga eru m.a. Húsvíkingarnir Pálmi Rafn Pálmason og Aron Bjarki Jósepsson.

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins: 

Víkingur R. - KA
Grindavík - Vestri 
ÍBV - Fjölnir 
FH - ÍA
Keflavík - Njarðvík 
Þróttur R. - Fylkir
Völsungur - KR
Breiðablik - HK

Dregið í bikarnum opna loka
kl. 15:15 Textalýsing Þá eru 16-liða úrslitin klár. Takk fyrir samfylgdina.
mbl.is