Stjarnan bara með eitt stig frá Grindavík

Grindvíkingar fengu Stjörnuna í heimsókn í kvöld.
Grindvíkingar fengu Stjörnuna í heimsókn í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar

Þrátt fyrir að ráða öllu á vellinum í næstum klukkustund og skora eitt mark tókst Garðbæingum aðeins að ná einu stigi gegn Grindavík eftir 1:1 úrslit þegar leikið var suður með sjó í 2. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, í kvöld.

Grindvíkingar áttu í mesta basli framan af, bökkuðu of mikið og réðu síðan ekki við að fikra sig framar.  Það var samt ekki fyrr en á 28. mínútu að Garðbæingar skora eftir afar tæpt víti, sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði úr af öryggi en fram að því hefðu gestirnir svo sem átt að nýta eitthvað af færum sínum.

Síðari hálfleikur var í svipuðum dúr, Grindvíkingar náðu ekki að byggja upp sóknir og sókn Garðbæinga þyngdist stöðugt. En þá, nánast upp úr þurru, fékk Grindavík víti sem eins og fyrra vítið leit út fyrir að vera mjög strangur dómur og Patrick N'Koyi jafnaði í 1:1 á 64. mínútu. Það var eins og leikurinn breyttist, Garðbæingar drógu sig aðeins í hlé og bitið fór úr sókninni því Guðjón Baldvinsson fór út af. Eitthvað kom líf í Grindvíkinga en ekki nóg til að gera atlögur að marki gestanna.

Eftir tvær umferðir eru Grindvíkingar með eitt stig en Stjarnan komin með tvö eftir tvö jafntefli. Miðað við hvernig þessi leikur spilaðist þurfa Grindvíkingar að rífa upp sokkana en Garðbæingar munu fá þau nokkur ef þeir ná upp sóknarleik eins og í fyrri hálfleik.

Grindavík 1:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert