Óhugnanleg mynd af meiðslum Sigurjóns

Sigurjón Rúnarsson borinn af velli í dag.
Sigurjón Rúnarsson borinn af velli í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli er liðið mætti ÍBV í Vestmannaeyjum í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta í dag.

Sigurjón lenti í harkalegu samstuði við Guðmund Magnússon, framherja ÍBV, og lenti afar illa. Fékk Sigurjón aðhlynningu í um 20 mínútur, áður en hann fór með sjúkrabíl af velli og upp á spítala.

Meiðsli Sigurjóns voru sem betur fer ekki eins slæm og óttast var í fyrstu. Hann fór í sneiðmyndatöku og mun að öllum líkindum jafna sig að fullu.

Grindavík birti mynd af samstuðinu á Twitter-síðu sinni í dag, þar sem sést að Sigurjón lendir afar illa með höfuðið á undan í grasinu. Myndina má sjá hér að neðan.

mbl.is