Góð byrjun hjá nýliðum Fylkis

KR-ingarnir Ásdís Karen Halldórsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir og Fylkiskonan …
KR-ingarnir Ásdís Karen Halldórsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir og Fylkiskonan Hulda Sigurðardóttir í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Kristinn

Nýliðar Fylkis byrja leiktíðina vel í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu. Fylkiskonur tóku á móti KR-ingum í 3. umferð deildarinnar í kvöld og fóru með sigur af hólmi 2:1.

Fylkir er þar með kominn með sex stig en KR-ingar eru án stiga og það gæti stefnt í langt og strangt sumar hjá Vesturbæjarliðinu.

Hulda Hrund Arnarsdóttir kom Fylki yfir á 16. mínútu þegar hún skoraði með góðu skoti af um 25 metra færi. Boltinn sveif yfir Agnesi Þóru Árnadóttur markvörð KR sem stóð heldur framarlega í markinu.

Ída Marín Hermannsdóttir tvöfaldaði forystu nýliðanna á 42. mínútu þegar hún skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá  Mariju Radojovic. Ída er dóttir Hermanns Hreiðarssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns til margra ára, og móðir hennar er Ragna Lóa Stefándóttir fyrrverandi landsliðskona sem er í þjálfarateymi KR-liðsins.

Fylkir hafði góð tök á leiknum fyrri hlutann í seinni hálfleik en KR-ingar efldust mjög þegar á leikinn leið og Guðmunda Brynja Óladóttir minnkaði muninn á 78. mínútu þegar hún skoraði með föstu skoti utarlega úr vítateignum og var þetta fyrsta mark KR í deildinni á tímabilinu. Fylkiskonur náðu að halda fengnum hlut og lönduðu þremur dýrmætum stigum en KR-ingar verða að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í deildinni.

Fylkir 2:1 KR opna loka
90. mín. Fylkir fær hornspyrnu +2 Katrín Ómarsdóttir við að það komast í gott færi en Cecilia bjargaði með góðu úthlaupi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert